Endurvinnslutunnum dreift

Endurvinnslutunnum dreift

Íbúar Húnaþings vestra stíga stórt og mikilvægt skref í sorpflokkun á laugardaginn, þegar hafist verður handa við að dreifa endurvinnslutunnum til íbúa sveitarfélagsins.  Áætlað er að dreifa endurvinnslutunnum til heimila í dreifbýlinu um næstkomandi helgi 5. -6. nóvember.  Byrjað verður í Hrútafirði.  Dreifing á tunnum á Hvammstanga og Laugarbakka verður í næstu viku, 7. -11. nóvember, eftir kl. 17:00. Aðilar úr Björgunarsveitinni Húnum annast dreifingu á tunnunum. Ásamt tunnunni verður íbúum afhent upplýsingarhandbók og kassa fyrir rafhlöður. Tunnufestingar verða einnig kynntar og teknar niður pantanir á þeim, verð kr. 2000- hver festing.

Framvegis verða því tvær tunnur við hvert heimili, önnur fyrir óflokkaðan heimilisúrgang og hin fyrir það sem á að fara til endurvinnslu. Tunnurnar verða tæmdar samtímis í tveggja hólfa sorpbíl, svo engin hætta er á að endurvinnsluefnin blandist almenna heimilissorpinu. Endurvinnslutunnan verður eign húseigenda, sem ber alla ábyrgð á tunnunni.

Endurvinnslutunnu uppl.JPG

Í upplýsingahandbókinni er finna ýmsar upplýsingar um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Á forsíðu heimasíðunnar www.hunathing.is er handbókin á rafrænu formi. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvar handbókina er að finna á heimasíðunni.

heimasíða.JPG

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi framkvæmdina eða flokkun þá vinsamlegast hafið samband við Ínu Björk Ársælsdóttur umhverfisstjóra ina@hunathing.is

Íbúar eru hvattir til að taka vel á móti nýju fyrirkomulagi og við væntum góðs samstarfs við íbúa

Framkvæmda- og umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?