Endurtalningu atkvæða lokið

Endurtalningu atkvæða lokið

Að ósk N listans kom kjörstjórn Húnaþings vestra saman, ásamt talningarmönnum og umboðsmönnum framboðlistanna, í kvöld og endurtaldi atkvæði sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022.

Niðurstaða talningarinnar er eftirfarandi:

B listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra 217 atkvæði.

D listi Sjálfstæðismanna og óháðra 196 atkvæði.

N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra 214 atkvæði.

Við endurtalningu komu upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem tvö áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa.

Var efnið á síðunni hjálplegt?