Endurskoðun menntastefnu

Endurskoðun menntastefnu

Nú líta dagsins ljós drög af annarri útgáfa mennntastefnu Húnaþings vestra sem endurskoðuð hefur verið af farsældarteymi Húnaþings vestra. Hún er lögð til opins samráðs meðal íbúa.

Starfsmenn skólanna fjalla sérstaklega um hana og óskað er eftir myndefni til birtingar í stefnunni.

Menntastefnu Húnaþings vestra er ætlað að vera lifandi stefna sem tekur breytingum í takt við þarfir, lög og reglur hverju sinni. Hún er fyrst og fremst stefnumörkun um framtíðarsýn sveitarfélagsins og út frá henni eru lagðar fram árlegar framkvæmdaáætlanir og áætlanir um innra starfs skólanna.

Hér má finna drög að endurskoðun menntastefnu. Frestur er til 15. maí 2025 til að senda inn athugasemdir eða tillögur. Einnig er óskað eftir myndum til að birta í menntastefnu, þær sendist á siggi@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?