Drög að málstefnu til umsagnar

Við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.
Við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á 1203. fundi sínum þann 22. janúar 2024 að vísa drögum að Málstefnu Húnaþings vestra fyrir árin 2024-2028 til umsagnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarfélögum er skylt að setja sér málstefnu skv. sveitarstjórnarlögum. Í stefnunni kemur meðal annars fram að íslenskan skuli vera í öndvegi en að allar lykilupplýsingar skuli vera aðgengilegar á ensku eins og kostur er eða á öðrum þeim tungumálum sem flestir íbúar sveitarfélagsins eiga að móðurmáli. Á síðasta ári var þýðingarvél bætt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hægt er að þýða efni heimasíðunnar á 20 tungumál. 

Í stefnunni eru tilgreindar 10 aðgerðir sem eiga að tryggja innleiðingu hennar á komandi árum.

Öll áhugasöm eru hvött til að senda inn ábendingar og athugasemdir um málstefnuna fyrir 6. febrúar 2024.

Drög að málstefnu Húnaþings vestra er að finna hér.

Smelltu hér til að veita umsögn.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?