Dreifnám á Hvammstanga

Dreifnám á Hvammstanga hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Sextán nemendur hefja nám að þessu sinni. Kennt verður um fjarfundabúnað í kennsluaðstöðu á neðri hæð samkomuhússins á Hvammstanga. Nemendur munu sækja námslotur til Sauðárkróks sem verða tímasettar í tengslum við viðburði á vegum nemendafélagsins. Rakel Runólfsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður dreifnámsins og býður skólinn hana velkomna til starfa.

Skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?