Deiliskipulag við Borgarvirki

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. febrúar 2018 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi Borgarvirkis í Húnaþingi vestra samkv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var áður auglýst frá 13.12.2016 - 25.1.2017, við þá tillögu bárust athugasemdir sem brugðist var við og er núverandi tillaga í samræmi við það. Tillagan var samþykkt á 281. fundi Skipulags-og umhverfisráðs þann 6.4.2017 og staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar þann 11.4.2017.
Vegna tæknilegra mistaka við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda um gildistöku skipulagsins þá er tillagan nú endurauglýst eins og hún var samþykkt í apríl sl.

Nánari upplýsingar er að finna undir - þjónusta - skipulagsmál

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?