Deiliskipulag á lóð Grettisbóls við Laugarbakka

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 15. júli 2013 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grettisból við Laugarbakka í Miðfirði, Húnaþingi vestra. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með lýst eftir athugasemdum við skipulagstillöguna.

Deiliskipulagssvæðið er um 3. ha að stærð. Markmiðið er að skipuleggja útivistasvæði Grettisbóls sem fjölskyldusvæði þar sem þemað eru þrautir sem tengjast víkingum og Grettissögu. Deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá 22. júlí 2013 með athugasemdarfresti til og með 10. september 2013. Einnig má nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is.  Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 eða á netfangið alla@hunathing.is merkt „deiliskipulag á lóð Grettisbóls við Laugarbakka í Miðfirði í Húnaþingi vestra, sept. 2013”.  Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

                                                                                  Hvammstangi 16. júlí 2013.

 

Guðrún Ragnarsdóttir
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Deiliskipulag á lóð Grettisbóls við Laugarbakka í Miðfirði

Var efnið á síðunni hjálplegt?