Deildarstjórastaða við leikskólann á Borðeyri

Deildarstjórastaða við leikskólann á Borðeyri

Við leikskólann Ásgarð, Borðeyri eru laus staða:

  • Deildastjóra í leikskóla 70% starf frá 15. ágúst. Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri leik- og grunnskóla í samráði við skólastjórnendur. Í skólanum á Borðeyri eru sex nemendur í grunnskóla og fjórir nemendur í leikskóla.

Við leitum að einstaklingi með:

Tilskilda menntun, skipulagshæfileika, lipurð í mannlegum samskiptum, hæfni til að sýna frumkvæði í starfi og taka þátt í þverfaglegu samstarfi.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á www.leikskolinn.is/asgardur. Frekari upplýsingar veita

Guðrún Lára Magnúsdóttir skólastjóri í síma 4512343/8918264 og Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri 4552911/8624566

Umsóknafrestur er til 19. júlí næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

Skólastjórnendur

Var efnið á síðunni hjálplegt?