Breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti 26. apríl 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 samkv. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun við Víðihlíð merkt sem samfélagsþjónusta, S-11, og stærð þess svæðis er 2 ha.  Í sama aðalskipulagi er Víðigerði-Víðihlíð merkt sem verslun- og þjónusta, VÞ-19, að stærð 0,5 ha. 
Breytingin felur í sér að fella niður reit S-11 og stækka reit VÞ-19 um það sem því nemur og verður sá reitur því að stærð 2,5 ha. 

Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra Húnaþings vestra.

Sveitarstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?