Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Holtavörðuheiði – vegna fjarskiptamasturs og tækjahús Neyðarlínunnar.

Sveitarstjórn samþykkti 8. mars 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 samk. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér breytingu á texta í kafla 3.4.9. um fjarskipti þar sem bætist við upptalningu fjarskiptasenda Neyðarlínunnar ný stöð á Bláhæð. Ennfremur er sett nýtt tákn á uppdrátt. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 8. mars 2018 í mkv. 1:100.000.

Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra Húnaþings vestra.

 

Sveitarstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?