Breyting á aðalskipulagi 2014 - 2026

Byggðaráð Húnaþing vestra samþykkti þann 12.júlí 2022 tillögu að óverulegri breytingu á

aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 - 2026 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í fjölgun á nýjum efnistökusvæðum ásamt eldri námu við Laugarholt og er þegar raskað svæði við Laxárdalsveg, sem nýta á til lagfæringa á Laxárdalsvegi.

Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 11. júlí 2022 í mkv 1:100.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra

Bogi Kristinsson Magnusen

 

Sjá nánar hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?