Auglýst er skipulagslýsing fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði

Auglýst er skipulagslýsing fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði
Auglýst er skipulagslýsing fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði
 
Ákveðið hefur verið að vinna nýtt deiliskipulag og breyta gildandi aðalskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnalóðina Hrútatunga lóð, lnr. 180672. 
Fyrirhugað er að endurnýja núverandi útivirki með nýju innivirki þess í stað. 
 
Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl s.l. að kynna skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Skipulagslýsingin sem unnin er hjá Stoð ehf verkfræðistofu, er sett fram í greinargerð útg. 1.1 dags. 27.03.2020, sem verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra( vegna aðstæðna, eftir 4. maí)  og  á heimasíðu sveitarfélagsins á þessari slóð: https://www.hunathing.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/skipulagsmal-i-auglysingu frá og með 25. apríl til og með 17. maí 2020.
 
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á  skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is  fyrir 17. maí n.k.
 
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?