Æfingar fyrir eldri borgara í október og nóvember

Æfingar fyrir eldri borgara í október og nóvember

Æfingar fyrir eldri borgara í þrektækjasal Íþróttamiðstöðvar

Í nóvember verður boðið upp á æfingar í þrektækjasal Íþróttamiðstöðvar á Hvammstanga fyrir eldri borgara undir leiðsögn Sigurbjargar Jóhannesdóttur, íþróttakennara.

Boðið verður upp á 4 skipti: föstudaginn 4. nóvember

miðvikudaginn 9. nóvember

föstudaginn 18. nóvember

miðvikudaginn 23. nóvember

Æfingar eru frá kl. 11:00 til kl. 12:00 í þrektækjasal á efri hæð.

Æfingar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en hámarksfjöldi er 10 manns og því þarf að skrá sig hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra, sími 455 2400 eða henrike@hunathing.is.

Sérstök handavinnukynning í Nestúni

Næstkomandi mánudag, 24. október 2022, mun Ragnheiður S. Jóhannsdóttir, handavinnukennari, mæta í föndurstarf í Nestúni kl. 15:00-18:00 og kynna handavinnu eins og hvítasaum, skartgripagerð og jafnvel jólaföndur, allt eftir því hvernig áhugi er.

Dagskrá eldri borgara starfsins er að finna hér dagskra-eldri.pdf

Velkomið að bætast í hópinn!

Var efnið á síðunni hjálplegt?