Niðurstöður könnunarinnar Sveitarfélag ársins

Málsnúmer 2511059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1263. fundur - 01.12.2025

Lagðar fram niðurstöður könnunarinnar Sveitarfélag ársins en Húnaþing vestra tók þátt í ár í fyrsta skipti.
Spurningakönnunin var lögð fyrir starfsfólk Húnaþings vestra á fyrri hluta ársins og innihélt spurningar sem könnuðu hug starfsmanna til stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika í vinnu, ímynd vinnustaðar, sjálfstæðis í starfi, ánægju og stolts og jafnréttis á vinnustaðnum. Heildareinkunn Húnaþings vestra í könnuninni var 4,2 sem var sjötta besta einkunn af þeim 22 sveitarfélögum sem tóku þátt í ár. Þeir þættir sem skoruðu hæst á meðal starfsmanna sveitarfélagsins lutu að jafnrétti en þeir sem skoruðu lægst lutu að launakjörum og vinnuskilyrðum.
Byggðarráð fagnar góðri niðurstöðu könnunarinnar og þakkar starfsfólki þátttöku.
Var efnið á síðunni hjálplegt?