Úttekt á starfsemi umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2511056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1263. fundur - 01.12.2025

Lagt fram minnisblað um úttekt á starfsemi umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra.
Lagt fram minnisblað vegna úttektar á rekstri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Tilgangur úttektarinnar er m.a. að greina núverandi skipulag sviðsins, ferla og verkaskiptingu, leggja mat á mönnunar-, húsnæðis- og tækjaþörf og leggja fram tillögur að umbótum þar sem þess gerist þörf. Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í úttekt í samræmi við framkomið minnisblað og felur sveitarstjóra að leita tilboða í úttektina hjá til þess bærum aðilum sem byggðarráð tekur afstöðu til í framhaldinu. Úttektin er liður í áherslu sveitarstjórnar á stöðugar umbætur, hátt þjónustustig og góða nýtingu fjármuna. Fjölskyldusvið fór í gegnum sambærilega úttekt fyrir nokkrum árum og var í framhaldinu ráðist í breytingar á sviðinu sem hafa leitt til markvissara og faglegra starfs.
Var efnið á síðunni hjálplegt?