Holtavörðuheiðarlína 3 - Ákvörðun um línuleið

Málsnúmer 2511054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1263. fundur - 01.12.2025

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti dags. 4. nóvember 2025 með ákvörðun um línuleið vegna Holtavörðuheiðarlínu 3.
Í póstinum kemur fram ákvörðun Landsnets um að farin verði svokölluð byggðaleið sem liggur að mestu samhliða núverandi byggðalínu en ekki heiðaleið sem var sú leið sem Húnaþing vestra hafði mælt með að farin yrði. Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum vegna valsins og telur það til þess fallið að tefja framkvæmdir verulega enda er á leiðinni farið í gegnum verðmæt ræktarlönd og fjöldi landeigenda sem semja þarf við er yfir 120.
Var efnið á síðunni hjálplegt?