Bréf til byggðarráðs, sveitarstjóra og sveitarstjórnar Húnaþings vestra

Málsnúmer 2511039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1262. fundur - 24.11.2025

Lagt fram bréf frá Borghildi Heiðrúnu Haraldsdóttur.
Í bréfinu gerir bréfritari athugasemdir við afgreiðslu umsóknar sinnar um námsstyrk vegna náms í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri og próftökugjald í fjarnámsstofu.

Umsókn bréfritara um námsstyrk var tekin fyrir á 1250. fundi byggðarráðs og svohljóðandi bókað:

„Fyrir liggur umsögn skólastjóra um beiðnina. Þar kemur fram að kennarahópur grunnskólans sé nær eingöngu skipaður einstaklingum með leyfisbréf eða í viðeigandi námi. Með tilliti til framtíðarskipulags og óvissu um þörf eftir fjögurra ára námstíma er erfitt að meta fyrirliggjandi þörf stofnunarinnar.
Í ljósi framangreinds og með vísan í 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra samþykkir byggðarráð að hafna umsókninni. Umsækjanda er bent á að hámarksstyrkur skv. framangreindum reglum er til tveggja ára og því gætu gefist tækifæri til að sækja um styrk síðar á námstímanum, einkum ef breyting verður á þörf stofnunarinnar.“

Byggðarráð staðfestir fyrri afgreiðslu sína á beiðni um námsstyrk enda er hún í samræmi við gildandi reglur um veitingu námsstyrkja og mat skólastjóra á þörf. Við lok yfirstandandi skólaárs verða um 90% kennara við Grunnskóla Húnaþings vestra með kennsluréttindi auk eins réttindakennara sem er í námsleyfi. Er það hlutfall hátt samanborið við skóla af sambærilegri stærð.

Hvað próftökugjald í fjarnámsstofu varðar urðu þau leiðu mistök að tilkynningu þar um var ekki komið á framfæri við notendur þjónustunnar þegar gjaldskrá tók gildi í upphafi árs 2025. Hlutaðeigendur eru beðnir innilegrar afsökunar á því. Vegna þeirra mistaka verður ekki innheimt próftökugjald vegna ársins 2025.

Fylgiskjöl:
Var efnið á síðunni hjálplegt?