Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra 2026

Málsnúmer 2511037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1262. fundur - 24.11.2025

Lagður fram viðauki við samning milli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Í viðaukanum felst framlenging á samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra um eitt ár, út árið 2026.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans. Ráðið skorar á ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála að ganga sem fyrst frá framtíðarsamningi um rekstur stofunnar til að tryggja rekstrargrundvöll og starfsemi til langs tíma.
Var efnið á síðunni hjálplegt?