Gróðurhús (bambahús) - Leikskólinn Ásgarður - erindi frá nemendum

Málsnúmer 2511034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1262. fundur - 24.11.2025

Lagt fram bréf frá nemendum í elsta árgangi Leikskólans Ásgarðs með ósk um stuðning við að koma upp gróðurhúsi (bambahúsi).
Í erindinu kemur fram að nemendur hyggjast safna sér fyrir gróðurhúsinu og hafi útbúið myndband til að kynna söfnunina sem sent verður á valda aðila. Ekki er óskað eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu. Nemendur komu til fundar við sveitarstjóra og kynntu verkefnið og færðu henni myndir sem þeir teiknuðu af húsinu, grænmeti o.fl. Myndirnar voru lagðar fram á fundinum.

Byggðarráð fagnar framtaki nemenda í elsta árgangi Leikskólans Ásgarðs og óskar þeim góðs gengis með söfnunina. Stuðningur sveitarfélagsins verður í formi kynningar á verkefninu ásamt því að koma húsinu fyrir á leikskólalóðinni þegar þar að kemur.
Var efnið á síðunni hjálplegt?