Ráðning sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2510052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1260. fundur - 27.10.2025

Helga Birna Jónsdóttir ráðgjafi frá Intellecta kom til fundar kl. 14:01.
Lögð fram tillaga að ráðningu sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra að undangengnu ráðningarferli sem unnið var í samstarfi við Intellecta.
Starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. október sl. Alls bárust 8 umsóknir. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Eftirtalin sóttu um:
Anne Herzog,
Atli Arason,
Egill Gestsson,
Einar Torfi Einarsson,
Frank Bowers,
Guðni Þór Skúlason,
Ingimar Ingimarsson.
Helga Birna fór yfir ráðningarferlið, matskvarða, forsendur mats og mat á þeim umsóknum sem bárust. Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn málsins. Byggðarráð samþykkir að ráða Ingimar Ingimarsson í starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Ingimar.
Þorgils Magnússon lætur af störfum 1. desember nk. Byggðarráð þakkar Þorgils vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
Helga Birna vék af fundi kl. 14:10.
Var efnið á síðunni hjálplegt?