Sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Málsnúmer 2510042

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 398. fundur - 17.12.2025

Magnús Vignir Eðvaldsson, Sigríður Ólafsdóttir og Viktor Ingi Jónsson sátu fundinn með fjarfundabúnaði. Ingimar Sigurðsson forfallaðist og ekki náðist að kalla út varamann.

Oddviti setti fund.
Lögð fram skýrsla sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra um niðurstöðu íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja 28. nóvember - 13. desember.

Í framlagðri skýrslu sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra um niðurstöðu íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja þann 28. nóvember - 13. desember sl. kemur fram að sameiningu var hafnað bæði í Dalabyggð og Húnaþingi vestra.

Í Dalabyggð voru 541 íbúai á kjörskrá og greiddu 326 kjósendur atkvæði. Já sögðu 125 (38,34%) og nei sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,53%).

Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúai á kjörskrá og greiddu 607 kjósendur atkvæði. Já sögðu 147 (24,22%) og nei sögðu 447 (73,64%). Auðir og ógildir seðlar voru 12 (1,98%).

Samkvæmt 21. gr. reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga, skulu kærur um ólögmæti íbúakosningar sendar ráðuneyti sveitarstjórnarmála innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. Kærur þurfa því að berast ráðuneytinu í síðasta lagi laugardaginn 20. desember 2025.

Sveitarstjórn þakkar sameiningarnefnd og sameiginlegri kjörstjórn fyrir vel unnin störf og íbúum fyrir góða kjörsókn. Sveitarstjórn og íbúum Dalabyggðar er jafnframt þakkað fyrir góða samvinnu í sameiningarviðræðunum.
Fundargerð upplesin og samþykkt með 6 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?