DSK-Glæsivellir

Málsnúmer 2509036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 380. fundur - 08.10.2025

Deiliskipulagtillaga fyrir lóðina Glæsivelli í Húnaþingi vestra, landnúmer 236629.

Deiliskipulagssvæðið nær til alls lands Glæsivalla og er um 1,6 ha að stærð.

Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreit­um fyrir frístundahús á svæðinu sem er staðsett austan við Vatnsnesveg (711).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að samþykkja að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Glæsivelli.
Deiliskipulagstillagan nær til lands Glæsivalla, landnúmer 236629, þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir frístundahús samkvæmt aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

Ráðið telur tillöguna í samræmi við markmið aðalskipulagsins og að hún hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif.
Lagt er til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að almenningi og hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að gera athugasemdir innan lögboðins frests.
Var efnið á síðunni hjálplegt?