Slit Leigufélagsins Bústaðar hses.

Málsnúmer 2509001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1253. fundur - 08.09.2025

Lögð fram tillaga að slitum Leigufélagsins Bústaðar hses.
Á ársfundi fulltrúaráðs Leigufélagsins Bústaðar hses., kt. 620819-0420, sem haldinn var hinn 27. ágúst 2025, var samþykkt að slíta stofnuninni í samræmi við 16. gr. skipulagsskrár hennar og samkvæmt 9. gr. laga nr. 52/2016, um almennar íbúðir, sbr. jafnframt XIII. og XIV. kafla laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Tillagan var sett fram í ljósi þess að stofnunin hafði lokið markmiði sínu samkvæmt samþykktum hennar og rekstri hennar hefur verið hætt. Stofnandi stofnunarinnar, Húnaþing vestra, ásamt stjórn hennar höfðu lýst yfir vilja til þess að stofnuninni yrði slitið með formlegum hætti. Fulltrúaráð og stofnandi veittu stjórn félagsins umboð til að annast slitaferlið, þar á meðal að leita samþykkis ráðherra, kjósa skilanefnd og sinna nauðsynlegum frágangi og skjalagerð.
Lögð er fram sú tillaga að byggðarráð samþykki áframhaldandi slitaferli Leigufélagsins Bústaðar hses., í samræmi við ákvarðanir og niðurstöður ársfundar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Var efnið á síðunni hjálplegt?