Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2508032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1252. fundur - 20.08.2025

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Viðaukinn er lagður fram m.a. í kjölfar yfirferðar á áhrifum kjarasamninga við KÍ og aukinnar stuðningsþarfar í grunnskóla. Til að mæta kostnaðarauka er m.a. lagt til að draga úr áætluðum framkvæmdum bæði Vatns- og Fráveitu sem ekki reyndist þörf á að ráðast í í tengslum við malbikun gatna. Áætlaður söluhagnaður er hækkaður til samræmis við raunsöluhagnað og loks er gengið á ófyrirséðan kostnað.
Upphæð viðaukans er kr. 8.093.000 vegna eignfærslu.
Hækkun eignfærðar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.
Samhliða framlagningu viðauka er lagt fram málaflokkayfirlit sem sýnir áhrif viðaukans á einstaka málaflokka.
Var efnið á síðunni hjálplegt?