Dýrbítur á Vatnsnesi

Málsnúmer 2506032

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 219. fundur - 02.07.2025

Lögð fram tilkynning frá Elínu Lilju Gunnarsdóttur um dýrbít á Vatnsnesi.
Tilkynningunni fylgja myndir sem augljóslega sýna lamb sem hefur orðið fyrir barðinu á dýrbít. Reglulega berast fréttir af slíku sem sýnir mikilvægi þess að hugað sé að því að refastofninum sé haldið í skefjum. Stjórnvöld eru hvött til að gæta þess að fjármagn til slíkra verkefna skerðist ekki enda er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir bændur auk dýravelferðarsjónarmiða og fuglaverndar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?