Umsókn um byggingarlóð - Lindarvegur 6

Málsnúmer 2505072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1246. fundur - 02.06.2025

Magnús Magnússon vék af fundi kl. 15:23 og Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður tók við fundarstjórn.
Lögð fram umsókn Guðrúnar Helgu Magnúsdóttur og Ingibjörns Pálmars Gunnarssonar um lóð við Lindarveg 6.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur og Ingibirni Pálmari Gunnarssyni lóðina Lindarveg 6, landnúmer 226130, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023.
Magnús Magnússon kom aftur til fundar kl. 15:26 og tók við fundarstjórn að nýju.
Var efnið á síðunni hjálplegt?