Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum - mál til umsagnar - Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Málsnúmer 2504037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1243. fundur - 28.04.2025

Lagt fram erindi frá Alþingi sem sendir til umsagnar sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum), 272. mál.
Byggðarráð ítrekar umsögn sína um málið á fyrri stigum sem var svohljóðandi:

Byggðarráð fagnar áformum hins opinbera um að bæta gæði kostnaðarmats, þ.e. mats á hugsanlegum áhrifum frumvarpa, tillagna að stjórnvaldsfyrirmælum eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á fjárhag sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafa um langt skeið gagnrýnt skort þar á og fjölmörg dæmi um að kostnaðarmat sé ekki framkvæmt eða ekki fullnægjandi þegar það er gert, óljóst sé hvenær leita eigi umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvernig leyst skuli úr ágreiningi.

Það er mat Byggðarráðs Húnaþings vestra að nái frumvarpið fram að ganga geti það leitt af sér aukin fyrirsjáanleika í rekstri sveitarfélaga til framtíðar auk bættra samskipta ríkis og sveitarfélaga. Byggðarráð tekur jafnframt undir umsögn byggðarráðs Norðurþings þar sem fram kemur að komi í ljós að ekki hafi farið fram mat á fjárhagslegum áhrifum og ljóst að lagafrumvarp, stjórnvaldsfyrirmæli eða stefnumarkandi ákvarðanir ríkisins munu hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélag eða sveitarfélög skal viðkomandi ráðherra eiga frumkvæði að viðeigandi ráðstöfunum sem geta m.a. falið í sér breytingu á fjármögnun eða þjónustukröfum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?