Fjallskilastjórnir

6. fundur 01. september 2025 kl. 20:30 - 22:00 Hrútatunga
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ísfeld
  • Brynjar Ottesen
  • Jón Kristján Sæmundsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld

Stjórn ræddi um göngur og réttir, og verkefni sem þyrftu að klárast fyrir þær.

Stjórn ræddi um uppgjör á viðhaldi girðinga og vega
formanni falið að heyra í mönnum og hvetja til að skila inn
reikningum sem fyrst til sveitarfélagsins.

Stjórn ræddi um tillögur að fjárbeiðni til fjárhagsáætlunar 2025 stjórn lagði til eftirfarandi og formanni falið að senda inn til skrifstofu.

1. Heiðargirðing, farið fram á 1.400.000kr. til viðhalds girðingar sem er orðin 25km

2. Hrútatungurétt, farið fram á 600.000kr. til viðhalds réttar, til að fúaverja, sem er orðið aðkallandi áætlaður kostnaður við efni er 450þ þá er vinna eftir.

3. Skútaskáli, farið fram á 400.000kr. til viðhalds skála og hesthúss. Þar er einnig kominn málningar þörf.

4. Fossselsvegur, farið fram á 1.400.000kr. til viðhalds vegar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 22:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?