Fjallskilastjórnir

4. fundur 18. ágúst 2025 - 22:00 Efra-Vatnshorn
Nefndarmenn
  • Ágúst Þorbjörnsson
  • Indriði Karlsson
  • Halldór Líndal Jósafatsson

Fundur haldinn í stjórn Fjallskiladeildar Vatnsnesinga á Efra-Vatnshorni 18.ágúst 2025.

Farið yfir fjallskilaseðil. Göngur og réttir 13.september. Einn gangnamaður færður frá Grafarkoti yfir á Múla, annað óbreytt. Skyldusmalamennska 11.október. Fjallskilagjald óbreytt.

Búið er að fá verktaka í viðhald á vegi upp hjá Helguhvammi.

Búið er að skipta um efni í almenningi í Hamarsrétt og vinnu við endurnýjun hennar að mestu lokið.

Rætt um aðstöðu vegna smölunar í Þorgrímsstaðadal.

Fundi slitið kl. 22:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?