Fjallskilastjórnir

3. fundur 13. ágúst 2025 kl. 20:30 - 21:20 Hvalsárrétt
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Sigrún Waage
  • Hannes Hilmarsson

Hvalsárrétt 13. ágúst 2025

Fundargerð fjallskilastjórnar Bæjarhrepps.

Fundur haldin hjá fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps í Hvalsárrétt 13. ágúst 2025 kl 20.30

Mættir voru undirritaðir.

 

Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.

Tekin var ákvörðun um að halda gjaldaliðum óbreyttum frá fyrra ári, þ.e. að fjallskil á vetrarfóðraða kind verði kr 135 og dagsverk verði kr 7000.

Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 13. september og Kvíslarland verður leitað dagana 11. og 12. september, fimmtudag og föstudag.

Önnur leit verður laugardaginn 27. september.

Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 28. september kl 13.00

Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.

Safngirðing virðist vera í nokkuð góðu standi. Farið verður betur yfir hana og endurnýjað og lagað ef eitthvað þarfnast lagfæringar.

Stjórn fjallskiladeildar sótti um styrk á síðasta ári frá sveitarfélaginu til að bera viðarvörn á réttina á Hvalsá sem fékkst. Keypt var efni og byrjað er á verkinu. Ólíklegt er að það klárist á þessu ári og verður því framhaldið á því næsta.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.20

 

 

Ingimar Sigurðsson, formaður

Sigrún Waage

Hannes Hilmarsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?