Fjallskilastjórnir

2. fundur 07. ágúst 2025 kl. 16:00 - 18:00 Staðrabakki
Nefndarmenn
  • Pétur Sigvaldason Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson
Fundargerð ritaði: Þórarinn Óli Rafnsson

Fimmtudaginn 07.08.25 kl 16:00 kom Fjallskilastjórn Miðfirðinga saman að Staðarbakka.

Mætt Pétur Sigvaldason, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson.

Dagskrá:

  1. Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim. Ákveðið að fara í göngur fimmtudaginn 04.09.25. Sauðfé verður réttað laugardaginn 06.09.25 um hádegi eða þegar söfn koma til réttar. Hross verða réttuð sunnudaginn 07.09.25 klukkan 11:00.
  2. Heimalandasmölun skal fara fram 27.09.25 og skilarétt sunnudaginn 28.09.25 klukkan 13:00.
  3. Ekki verður hægt vegna breyttra aðstæðna að bjóða upp á að bændur sleppi sauðfé í söfnunarhólf við Miðfjarðarrétt fyrir skilaréttina.
  4. Önnur mál. Rætt um girðingar og vegamál.

Fundi slitið klukkan 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?