Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 28. maí 2025 kl. 11:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Þórarinn Óli Rafnsson

Pétur Sigurvaldasson

Valgerður Kristjánsdóttir.

Miðvikudaginn 28. maí 2025 kl 11:00 kom fjallskilastjórn Miðfirðinga saman að Staðarbakka. Mættir Þórarinn Óli Rafnsson. Pétur Sigurvaldasson, Valgerður Kristjánsdóttir.

Á dagskrá .

  1. Gróðureftirlit á heiðum
  2. Opnun heiða
  3. Annað.

 

Ástand gróðurs á heiðum Miðfirðinga er mjög gott miðað við árstíma en þó svipað og í venjulegu árferði þegar upprekstur hefur verið leyfður um miðjan júní.

Með það að leiðarljósi og í samráði við ráðunaut hefur verið ákveðið að heimila upprekstur á sauðfé sunnudaginn 1. júní n.k. og hrossa miðvikudaginn 25. júní n.k.

Fjallskilastjórn sér ekki ástæðu til að hafa neinar hömlur í upphafi en höfða til skynsemi bænda.

Fjallskilastjórn mælist til þess að fullorðin hross fylgi tryppum á heiðar til að auðvelda heimtur á þeim í haust.

Eins og undanfarin tvö ár verða fjárréttir og stóðréttir á sitthvorum deginum, í ár er það laugardaginn 6. september (sauðfé) og sunnudaginn 7. september (hross).

Umgengni um Miðfjarðarrétt síðasta sumar var til fyrirmyndar og skorar fjallskilastjórn á þá sem vilja og þurfa að nýta aðstöðuna sem er öllum opin að halda áfram að ganga vel um svæðið svo það sé okkur öllum til sóma.

Rætt um girðingarmál og vegi og mögulegar breytingar á Miðfjarðarrétt miðað við aukin fjölda fólks á svæðinu meðan á réttarstörfum stendur.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 12:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?