Fjallskilanefnd Miðfirðinga - 2. des. 2025

Fjallskilanefnd Miðfirðinga - 2. des. 2025 fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 2. desember 2025 kl. 16:00 Staðarbakki.

Fundarmenn

Þórarinn Óli Rafnsson,

Pétur Sigurvaldasson,

Valgerður Kristjánsdóttir

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Þriðjudaginn 2. desember 2025 kl 16:00 kom fjallskilastjórn Miðfirðinga saman að Staðarbakka. Mættir Pétur H. Sigurvaldason, Þórarinn Óli Rafnsson og Valgerður Kristjánsdóttir.

Á dagskrá:

  1. Álagning fjallskila
  2. Leiga á hesthúsum
  3. Annað
  4. Unnið að álagningu fjallskila. Fjallskilaskylt er allt sauðfé, veturgamalt og eldra og hross, þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum.

Ákveðið að hækka verð á einingu um 3%. Þá verður álagning á sauðfé 131 kr og hross 900 kr og landverð er 1,8%.

  1. Leiga á hesthúsum og landi hækkar um 3%.
  2. Almennar umræður. Rætt um smalamennsku.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 17:25.

Var efnið á síðunni hjálplegt?