Fjallskiladeild Víðdælinga

Fjallskiladeild Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 21:00 Í Dæli í Víðidal.

Fundarmenn

Almennur fundur fjallskiladeildar Víðdælinga

Starfsmenn

Maríanna Ragnarsdóttir, formaður fjallskiladeildar Víðdælinga.
Júlíus Guðni Antonsson.
Sigtryggur Sigurvaldason.

Fundargerð ritaði: Júlíus Guðni Antonsson

Maríanna Ragnarsdóttir formaður setti fund og bað Ólaf Benediktsson að stýra fundi og Júlíus Guðni Antonsson skrifaði fundargerð.

Maríanna fór yfir helstu störf fjallskilasjóðs sl. ár sem og önnur störf og framkvæmdir.

Júlíus Guðni kynnti reikninga fjallskilasjóðs.

Júlíus kynnti fundinn sem fjallskilastjórn átti með Austur- Húnvetningum mánudaginn sl.

Til máls tóku Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Ísólfsson, meðal annars um nýja rekstrarleið fyrir hrossin niður Hrappstaðabrekkur.

Kaffihlé.

Ólafur Benediktsson tjáði sig um friðun Stórasands ofl. Til máls tóku einnig Vignir Sigurðsson, Ólafur Óskarsson, Maríanna Ragnarsdóttir, Ingvar Ragnarsson, Júlíus Antonsson, Friðrik Sigurðsson, Guðný Karlsdóttir sveitarstjóri ræddi um lagningu ljósleiðara yfir heiðina, Sigtryggur Sigurvaldason, Pétur Baldursson, Sigríður Ólafsdóttir, Ólafur Benediktsson.

Maríanna formaður þakkaði fyrir góðar umræður og sleit fundi kl. 22:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?