Tilkynning frá veitustjóra vegna vatnsveitunnar á Hvammstanga

Tilkynning frá veitustjóra vegna vatnsveitunnar á Hvammstanga

Á undanförum dögum hefur vatnshæðin í kaldavatnstank fyrir Hvammstanga farið lækkandi. Ástæður fyrir þessari lækkun er að minna vatn kemur frá Grákollulind og óvenjumikil kaldavatnsnotkun. Til að sporna við frekari vatnshæðar lækkun var brugðið á það ráð að minnka rennslið frá tanknum sem hefur leitt til þess að hæðin í tanknum fer nú hækkandi. En þessi aðgerð gæti haft þau áhrif að inntaksþrýstingur inn í hús minnkar.

Þau sem lenda í því að kaldavatnsþrýstingurinn verði of lár skal tilkynna það til veitustjórann í síma 831-7100.

 Eftirfarandi sparnaðarráð á kalda vatni er gott að hafa í huga:

  • Tryggið að neysluvatnskerfin séu í lagi og að aftöppunarstaðir séu ekki að leka vatni t.d. hvort að það sé sírennsli í salernum, lekir kranar o.s.frv.
  • Eigendur atvinnuhúsnæða athugi hvort það leki nokkuð kalda vatnið af óþörfu.
  • Látið kalda vatnið ekki renna til að ná fram kælingu. Látið renna í könnur og kælið vatnið í ísskápnum. Þetta kallar á fyrirhyggju þannig að alltaf sé til nægilegt kalt vatn í ísskápnum.
  • Látið ekki renna vatn þegar verið er að bursta tennur. Sama á við um rakstur.
  • Notið minna vatn við bílaþvott með því að skola fyrst mesta skítinn af bílnum, en sápuþvo síðan með svampi og vatni í fötu og skola bílinn síðan í framhaldi af því.

 Það er von okkar að með samstilltu átaki og virkum sparnaðarráðum þurfum við ekki að hafa áhyggjur að beinum vatnsskorti og því mikilvægt að allir leggist á eitt í þessum efnum.

Veitustjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?