Þorrablót Ásbyrgi 2026

Þorrablótið í félagsheimilinu Ásbyrgi verður haldið þann 14.febrúar.
Blótið hefst kl. 20:30 og stendur til kl. 03:00 en húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er 12.000 kr.
16 ára aldurstakmark - Minnum á að börn undir lögaldri eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Patti kokkur sér um þorramatinn og hljómsveitin Berg heldur uppi stuðinu eftir það. Gos verður selt á staðnum og minnum gesti á diska og hnífapör.
Miðapantanir eru í síma 690-8037 (Gunný á Búrfelli) og 823-8653 (Hanna á Söndum) og skulu berast í síðasta lagi fyrir kl. 22:00 mánudagskvöldið 9. febrúar.
VIÐ ÆTLUM AÐ HALDA SAMA FYRIRKOMULAGI OG Í FYRRA OG RAÐA NIÐUR Í SÆTI. GESTUM ER VELKOMIÐ AÐ KOMA MEÐ ÓSKIR UM SÆTASKIPAN ÞEGAR MIÐAR ERU PANTAÐIR. VERÐUR KOMIÐ TIL MÓTS VIÐ ÞÆR ÓSKIR EFTIR FREMSTA MEGNI.
Athugið að enginn posi er á staðnum.
Greiða má inn á reikning 0123-26-008669, kt. 0510913459 og skal senda kvittun á hanifeagnes@gmail.com. Vinsamlegast setjið 'Þorrablót' sem skýring við millifærslu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, þorrablótsnefndin

 

Þorrablót Ásbyrgi 2026 | Facebook

Var efnið á síðunni hjálplegt?