Sjómannadagurinn 2025

Sjómannadagsmessa kl. 13.00 á Bangsatúni. Sr. Magnús Magnússon þjónar. Kirkjukór Hvammstanga leiðir sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.

Blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða sjómenn í messulok. 

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra verður með kaffisölu eftir messu í VSP húsinu. Í boði verður glæsilegt kaffihlaðborð eins og þeirra er von og vísa. Félagið hefur sett upp sýningun "Bernskuverkin býsna snjöll". Þar gefur að líta ýmislegt handverk sem félagar unnu innan við tvítugt.

Klukkan 14;00 býður útgerð Hörpu HU 4 þeim sem áhuga hafa í skemmtisiglingu út á Miðfjörð. (Ef veður leyfir) 

Sjón er sögu ríkari.

Var efnið á síðunni hjálplegt?