18. mars kl. 17:00-19:00
Viðburðir
Félagsheimilið Hvammstanga
Kvennaband, lögreglan og félagsþjónustan Húnaþings vestra hafa í samvinnu skipulagt fund um heimilisofbeldi sem haldinn verður þriðjudaginn 18. mars kl. 17 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Fundurinn er ætlaður konum/kvárum í Húnaþingi vestra.
Á fundinum fáum við fræðslu um mismunandi birtingamyndir heimilisofbeldis og stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir þolendur. Boðið verður upp á veglegar kaffiveitingar og það er tími fyrir spurningar, umræður og spjall.
Ef tíminn hentar ekki er alltaf hægt er að óska eftir viðtalstíma hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur, sérfræðing: aya01@logreglan.is, Henrike Wappler, félagsráðgjafa: henrike@hunathing.is eða beint hjá Aflinu sem veitir ráðgjöf til þolenda heimilisofbeldis: aflidak@aflidak.is