21.-27. júlí
Viðburðir
Eldur í Húnaþingi fer fram dagana 21.-27. júlí n.k.
Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg frá ári til árs.
Sem fyrr er dagskráin metnaðarfull og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu hátíðarinnar.