Aðventuhátíð í Hvammstangakirkju

Næstkomandi sunnudag, þann 1. des sem jafnframt er fyrsti sunnudagur í aðventu, er aðventuhátíð í Hvammstangakirju og einnig í kapellu sjúkrahúss HVE.

Aðventustund í kapellu sjúkrahúss HVE Hvammstanga hefst kl. 16.00.
Kirkjukór Hvammstanga flytur jólasöngdagskrá undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.
Fermingarbörnin flytja ritningarlestra og bænir.
Ræðumaður er Guðrún Hafsteinsdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra.

---

Aðventuhátíð í Hvammstangakirkju hefst svo í kirkjunni kl. 18.00.
Kirkjukór Hvammstanga flytur jólasöngdagskrá undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.
Börn í 6-9 ára kirkjustarfi flytja helgileik.
TTT-börnin synga jólalag.
Fermingarbörnin flytja ritningarlestra og bænir.
Rannveig Erla Magnúsdóttir og Guðmundur Grétar Magnússon syngja dúett.
Anna Elísa Axelsdóttir syngur einsöng.
Ræðumaður er Guðrún Hafsteinsdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra.

Veitingar í boði Hvammstangakirkju að stundinni lokinni.

Var efnið á síðunni hjálplegt?