Vinaverkefni

Vinaverkefni

Rauði kross Íslands, Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Þjóðkirkjan hafa ákveðið samstarf um vinaverkefni undir forystu Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins. Fjótlega verður auglýst eftir fólki sem vill taka þátt í verkefninu og fara á námskeið því tengdu. Myndin er tekin þegar samstarfið var ákveðið.

Nánari upplýsingar um verkefnið á landsvísu má lesa hér. https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/vinaverkefni/

Sveindís Lea Pétursdóttir, formaður Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins.

Guðrún Elín Benonýsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra

Magnús Magnússon, sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli.

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi fjölskyldusviðs Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?