"Viltu deita fortíðina?"

Viltu deita fortíðina?

Ef svo er, vertu innilega velkomin(n) á sögusýninguna

„Mitt er þitt og þitt er mitt“

— konur á fyrri tíð

 

Sýningin opnar næsta sunnudag 14. febrúar kl. 14

á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á

Reykjum í Hrútafirði.

Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð.

Hvernig væri skella sér og fræðast um fæðingar, menntun, vinnu, hjúskap,

ljóð og kvenskörunga. Frásagnir af konum af safnasvæðinu eru dregnar

fram í dagsljósið. Hér er einstakt tækifæri kæru sveitungar að máta sig inn í

líf og störf formæðrana.

Við á safninu skorum á Valentínusarpör sem og aðra góða gesti til sjávar

og sveita að koma og gera sér dagamun á sunnudaginn?

Við lofum skemmtilegri stemningu og ástarpungum og kaffi í tilefni dagsins!

 

Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?