Viðvera ráðgjafa á sviði ferðamála

Viðvera ráðgjafa á sviði ferðamála

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðamála hjá SSNV, verður með viðveru í Útibúinu/Skrifstofu SSNV miðvikudaginn 7. september kl.: 10:00 - 12:30. Sérsvið Davíðs er allt sem viðkemur ferðaþjónustu s.s. leyfismál, markaðssetning og vöruþróun.

Í þessum sambandi er rétt að minna á að umsóknarferli Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er nú í september með skilafrest miðvikudaginn 5. október og því kjörið tækifæri fyrir hugsanlega umsækjendur hitta ráðgjafan með umsóknaráform sín, þegar enn eru nokkrar vikur til stefnu.

Vinsamlegast hafið samband á david@ssnv.is eða í síma 842 2080 til að bóka tíma.

Var efnið á síðunni hjálplegt?