Verkefnastjóri – Móttaka flóttafólks í Húnaþings vestra

Húnaþing vestra leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur lýst yfir vilja sínum til að leysa vanda fólks sem neyðst hefur til að flýja heimaland sitt vegna ofsókna, með því að ganga til samninga við félagsmálaráðuneytið um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi.  Um er að ræða 25 einstaklinga í 4-6 fjölskyldum, þar af um 15 börn.  Lögð er áhersla á að veita fólkinu heilstæða þjónustu sem stuðlar að öryggi og aðlögun hinna nýju íbúa.

Starfið er fólgið í því að hafa umsjón með móttöku flóttafólksins og þjónustu við það.  Starfið felur í sér náið samstarf við svið og stofnanir sveitarfélagsins, Rauða krossinn, félagsmálaráðuneytið og aðra aðila innan og utan sveitarfélagsins.  Verkefnastjóri skipuleggur fræðslu og kynningar til flóttafólksins og þeirra sem að málum þess koma.  Lögð er áhersla á heildstæða þjónustu og þverfaglega vinnu og að nýir íbúar nái að finna fyrir öryggi og kynnast nýjum tækifærum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking á úrræðum samfélagsins, málaflokknum og atvinnulífi er æskileg.
  • Haldbær reynsla í verkefnastjórnun æskileg.
  • Góð tungumálakunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum er nauðsynleg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða tímabundið starf til 1 – 1 ½ árs.  Starfið verður 25% - 50% til að byrja með, 100% hluta tímans og 50% síðari hluta.  Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Launakjör eru samkvæmt samningnum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2019.  Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Húnaþings vestra á netfangið gudny@hunathing.is   Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra í síma 455-2400 eða í gegnum netfangið jenny@hunathing.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Var efnið á síðunni hjálplegt?