Veiði á Víðidalstunguheiði

Veiði á Víðidalstunguheiði

Veiði í ám og vötnum á Víðidalstunguheiði í Vestur – Húnavatnssýslu

Á Víðidalstunguheiði er fjöldi vatna, áa og lækja þar sem fá má bleikju og urriða.

Ekið er jeppaveg upp úr Víðidal hjá Hrappsstöðum, lögð er áhersla á að ökumenn fylgi vegaslóðum og aki ekki utan vegar, virði
náttúruna og gangi vel um heiðarlöndin, bannað er að skilja rusl eftir á heiðinni. Góð kort eða GPS leiðsögutæki eru nauðsynleg.

Leyft er að veiða bæði í net og á stöng. Þá eru einnig seld veiðileyfi á silungasvæði í fremri hluta Víðidalsár, framan við Bergá að
Kjálkafossi.

 

Veiðileyfi eru seld hjá Ferðaþjónustunni Dæli í Víðidal. Sími 451 2566 og daeli@daeli.is.  Þar eru veittar nánari upplýsingar um veiði
á svæðinu og möguleika á afnotum af gangnamanna­skálum.

 

Veiðifélag Víðidalstunguheiðar

Var efnið á síðunni hjálplegt?