Vatnsveita á Borðeyri

Vatnsveita á Borðeyri

Vegna viðgerða á vatnsveitu á Borðeyri verður lokað fyrir kalda vatnið í dag frá hádegi og fram eftir degi.  Sett verður upp geislatæki sambærilegt því sem aðrar vatnsveitur gera, sem tryggja á að vatnið verði án gerla.  

Rekstrarstjóri

------------

Eftirfarandi tilkynning var send á íbúa og húseigendur á Borðeyri þann 13. júlí sl.

Niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits hjá vatnsveitu Húnaþings vestra á Borðeyri sýna að enn er mengun í neysluvatni á Borðeyri þrátt fyrir lagfæringar við brunn á Lindarsvæði í lok júní. 

Vel hefur verið fylgst með vatninu á Borðeyri á umliðnum árum og sýni tekin reglulega.  Í júní sl. kom í ljós við sýnitöku að um vandamál væri að ræða sem rekja má til veðurfars en yfirborðsvatn komst í neysluvatnið.  Strax var brugðist við með lagfæringum.  Því miður er vandamálið enn til staðar og er unnið að frekari lagfæringum. 

Íbúar eru því beðnir um að sjóða kalt vatn fyrir neyslu í allt að 3 vikur eða þar til tilkynnt verður um annað.

Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Sviðsstjóri veitu-, framkvæmda-, og umhverfissviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?