Vatni hleypt á vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka

Vinna við lögnina þegar hún hófst í sumar.
Vinna við lögnina þegar hún hófst í sumar.

Frá því í sumar hefur staðið yfir vinna við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka til að leysa vatnsskort sem þar hefur ítrekað verið að koma upp. Ánægjulegt er að skýra frá því að vatni hefur verið hleypt á lögnina. Um er að ræða um 8000 m lögn, 160 mm í þvermál með rennsli upp á 2-3 lítra á sek. Dælt er frá Hvammstanga í forðatank sem annar daglegri notkun á Laugarbakka.

Hönnun lagnarinnar var í höndum Eflu verkfræðistofu, jarðvinnuverktaki var Gunnlaugur Agnar Sigurðsson, aðrir hlutar verksins voru á höndum þjónustumiðstöðvar. Eftirlit með verkinu annaðist Skúli Húnn Hilmarsson hjá Káraborg ehf.

Verkefnið var styrkt af lið C-1 Sértæk verkefni sóknaráætlunasvæða á byggðaáætlun.

Var efnið á síðunni hjálplegt?