Útvarpsstöðin FM Trölli verður útvarpsstöð Elds í Húnaþingi

Mynd er af Gretu Clough framkvæmdarstjóra Elds í Húnaþingi og Gunnars Smára Helgasonar útvarpsstjóra…
Mynd er af Gretu Clough framkvæmdarstjóra Elds í Húnaþingi og Gunnars Smára Helgasonar útvarpsstjóra FM Trölla þegar gengið var frá samkomulaginu.
Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin í 17. sinn, dagana 25. - 28. júlí.
Útvarpstöðin FM Trölli verður útvarpsstöð Eldsins, með beinar útsendingar frá Hvammstanga og nágrenni alla hátíðina. Sent verður beint út frá völdum viðburðum og dagskrárgerðarfólk verður með þætti og viðtöl úr hljóðveri FM Trölla á Hvammstanga og ræðir við fólk á förnum vegi.
FM Trölli sendir út í Skagafirði og á norðanverðum Tröllaskaga á fm 103.7, á Hvammstanga á fm 102.5 og um víða veröld á vefnum trolli.is
 
Sjá einnig frétt á trolli.is um samkomulag Elds í Húnaþingi og FM Trölla.
 
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?