Útboð - skólaakstur

Húnaþing vestra óskar eftir tilboðum í skólaakstur fyrir skólaárin 2013/2014 og 2014/2015. Um er að
ræða skólaakstur til og frá skólanum á Hvammstanga á leið 6 um Vatnsnes, daglegan akstur samkvæmt útboðsgögnum.
Hægt er að nálgast útboðsgögn hér eða á vefslóðinni http://hvammstangi.ismennt.is/skolaakstur.pdf.
Útboðsgögn verða einnig afhent á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra í síðasta lagi 10. júlí 2013.
Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, þann 15. júlí, kl. 11:00
Umsjónaraðili útboðs fyrir hönd Húnaþings vestra er Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri.
Netfang: siggi@hunathing.is, sími: 861-2921

Var efnið á síðunni hjálplegt?