ÚTBOÐ

Útboð

 

Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í verkið

 

        Hitaveita að Gauksmýri 2014

     Vinnuútboð

 

Um er að ræða lögn á 4,9 km af foreinangraðri stálpípu DN 100 sem er lögð í skurð frá Litla-Ósi að Gauksmýri, plægingu og lögn á 1,3 km af foreinangruðum plaströrum 25-50 mm og tengingar við 8 hús.

Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2014.

 

Útboðsgögn verða afhent hjá Stoð ehf. verkfræðistofu Aðalgötu 21 Sauðárkróki og á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga  frá og með fimmtudeginum 15. maí.

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 Hvammstanga kl. 11.00 þriðjudaginn 3. júní  2014.

 

 

                                                                                     Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?